Vertu velkomin/n 😀 Opið í Ögurhvarfi mán-fös 9:30-17

Frí sending á pósthús á pöntunum yfir kr. 15.000

Arva Reactor 18L Calgary Mosagrænn

Original price was: 94.900 kr..Current price is: 66.430 kr..

7 á lager

Vörunúmer: AIR1CAL18V1-MO Flokkur:

▼ LÝSING

▼ TÆKNIUPPLÝSINGAR

▼ AUKAHLUTIR

BYLTINGARKENNDUR

Calgary 18 Reactor snjóflóðabakpokinn inniheldur nýjustu tækni og er umhverfisvænn í framleiðslu. ARVA tók allt framleiðsluferlið sitt í gegn til að framleiða fyrsta umhverfisvæna snjóflóðabakpokann á markaðinum. Bakpokinn er að mestu gerður úr endurunnum efnum og er framleiddur í Frakklandi.

Low Profile tæknin var hönnuð sérstaklega fyrir þennan bakpoka. Hún býður upp á mikið geymslupláss og bakpokinn leggst þétt að líkamanum til að hann hefti ekki hreyfigetu. Bakpokinn er léttur, þéttbyggður og hannaður fyrir fólk á öllum aldri. Hann er með sérstakt geymsluhólf fyrir öryggisbúnað, vasa fyrir gleraugu, ísaxarfestingar og festingar fyrir skíði og snjóbretti.

ATH! Hylki fylgir ekki með.

LOW PROFILE

Low Profile tæknin umbylti hvernig ARVA hannar snjóflóðabakpokana sína með því að færa öryggisbelginn inn í bakpokann.
Low Profile tæknin skilar sér í þéttari poka, betri þyngdardreifingu og gerir þér kleift að festa skíðin í A á bakpokanum.

SKÍÐAFESTING

Hægt er að festa skíði á bakpokan í A-laga skíðafestingu. Festingin hentar einstaklega vel fyrir breiðari skíði. Við mælum með að nota strappa til að festa skíðin á bakpokann.

VASI FYRIR NEYÐARHANDFANG

Til þess að snjóflóðabakpokinn springi ekki óvart út getur þú geymt neyðarhandfangið í sértilgerðum vasa.

HITAMÓTUÐ BAKPLATA

Hönnunin á bakinu er byggð á sérmerki Picture Organic Logo. Bakplatan er hitamótuð til að veita sem mest þægindi.

3D-FIT

3D-FIT kerfið auðveldar þér að laga bakpokann að bakinu. Veldu S, M, eða L til að stilla hæðina á bakinu. Einnig er hægt að færa staðsetninguna á Reactor handfanginu.

SÉR HÓLF FYRIR ÖRYGGISBÚNAÐ

Við vitum að viðbragðstími skiptir máli þegar slysin gerast. Þess vegna er sér hólf fremst á pokanum fyrir skóflu og leitarstöng.

REACTOR ÖRYGGISKERFIÐ

ARVA Reactor kerfið vegur aðeins 680g og er það léttasta á markaðinum. Tveir 75L loftpúðar springa út ef þú togar í neyðarhandfangið. Þetta er einnig öflugasta kerfið sem er í boði, með góða þyngdardreifingu og veitir þér öryggi.

FYRSTI UMHVERFISVÆNI SNJÓFLÓÐABAKPOKINN

Arva er annt um umhverfið og ákváðu þau því að framleiða fyrsta umhverfisvæna snjóflóðabakpokann sem unnin er úr endurunnum efnum. Þau umbyltu hönnunarferlinu með því að fjarlægja fjölda íhluta og fækka skrefum í samsetningu. Til að minnka kolefnisspor bakpokanna er allt framleiðsluferlið unnið í og í kringum höfuðstöðvar Arva í Frakklandi.

TÆKNIUPPLÝSINGAR

WEIGHT

  • 1780 g

FEATURES

    • 30cm x 55cm x 18cm
    • Capacity: 18L.
    • Equipped with the ARVA REACTOR airbag system.
    • LOW PROFILE airbag compartment.
    • Front access to main compartment.
    • Lightweight waist belt.
    • Ice-axe loop.
    • Quick and easy carrying system for skis (A-Frame), a snowboard, and snowshoes.
    • Compatible with the ARVA helmet holder.
    • Dedicated external snow-safety gear pocket.
    • Dedicated external, NYLEX-lined pocket for goggles and valuables.
    • 3-in-1 3D-FIT shoulder straps.
    • Shoulder strap equipped with integrated trigger handle protection pouch.
    • Water repellent, thermoformed back panel, 50cm long, fits small body frames.
    • Sternum strap includes an emergency whistle.