Frí sending á pósthús á pöntunum yfir kr. 15.000

Frí sending á pósthús á pöntunum yfir kr. 15.000

skilmálar

SKILMÁLAR

AFHENDING.
Pantanir sem berast fyrir kl. 12:00 á virkum dögum er komið til Póstsins sama dag. Utan opnunartíma eru pantanir afgreiddar næsta virka dag. Kaupandi ber kostnað vegna flutnings nema annað sé tekið fram í verðskrá.

SKILAFRESTUR OG ENDURGREIÐSLA.
Heimilt er að skila vöru innan 14 dögum frá kaupdagsetningu og er háð því að varan sé í upprunalegu ástandi og í óuppteknum upprunalegum umbúðum. Sé vara innsigluð má ekki rjúfa innsiglið. Framvísa þarf kvittun fyrir kaupunum.Skilaréttur á hvorki við um útsöluvörur, notaðar vörur eða sérpantanir. Kaupandi greiðir sendingarkostnað fyrir vörur sem á að skila. Ef vöru er skilað eftir að útsala er hafin er miðað við útsöluverð vörunnar.

VERÐ.
Verð í vefverslun eru með virðisaukaskatti og geta breyst án fyrirvara. Reikningar eru gefnir út með virðisaukaskatti. Allar vörur í vefverslun eru birtar með fyrirvara um villur í verði, magni eða texta.

NETGREIÐSLUR Í VEFVERSLUN.
Garminbúðin býður viðskiptavinum sínum að greiða fyrir vörukaup með greiðslukortum í vefverslun sinni í gegnum örugga greiðslusíðu Borgunar og örugga greiðslusíðu Netgíró. Örugg greiðslusíða gerir söluaðilum kleift að taka við kreditkortagreiðslum á einfaldan og öruggan hátt. Kaupandi velur vöru eða þjónustu á vefsíðu söluaðila og við greiðslu er hann fluttur yfir á örugga greiðslusíðu þar sem kortaupplýsingar eru skráðar og greiðsla fer fram. Þegar leitað hefur verið eftir heimild fyrir færslu, berst staðfesting til viðskiptavinar og söluaðila. Söluaðili (Garminbúðin í þessu tilfelli) sem nýtir sér örugga greiðslusíðu, tekur hvorki við né geymir kortanúmer viðskiptavina sinna.

ÁBYRGÐARSKILMÁLAR.
Ábyrgðartími á búnaði er almennt 2 ár þegar um neytendakaup er að ræða í samræmi við lög um neytendakaup. Þegar búnaður er keyptur í atvinnuskyni af lögaðila er ábyrgðartími 1 ár. Ábyrgðartími gildir frá dagsetningu reiknings. Ábyrgð fellur niður ef bilun má rekja til illrar eða rangrar meðferðar. Ábyrgðin nær ekki til eðlilegs slits á búnaði eða notkunar á rekstrarvöru. Ábyrgð á búnaði fellur niður ef viðgerð eða tilraun til viðgerðar hefur verið gerð af öðrum en viðurkenndu verkstæði Garminbúðarinnar, búnaðurinn hefur þolað ranga meðferð, misnotkun, orðið fyrir hnjaski eða átt hefur verið við búnaðinn þannig að skemmd hefur hlotist af. Staðfesta þarf ábyrgð með framvísun á reikning fyrir kaupunum.

TRÚNAÐUR.
Seljandi heitir kaupanda fullum trúnaði og allar þær upplýsingar sem kaupandi gefur upp eru trúnaðarmál og verða aldrei afhentar þriðja aðila undir neinum kringumstæðum.

INNSKRÁNING MEÐ FACEBOOK EÐA GOOGLE.
Með því að skrá þig inn á vefsíðu Garminbúðarinnar í gegnum Facebook eða Google, samþykkir þú að Garminbúðin fái aðgang að eftirfarandi upplýsingum, séu þær aðgengilegar á Facebook/Google reikningi þínum:

1. Fullt nafn
2. Netfang

Garminbúðin notar þessar upplýsingar til þess að stofna aðgang þinn að www.garminbudin.is og deilir þeim ekki með öðrum. Með því að nota innskráningu í gegnum Facebook eða Google á www.garminbudin.is samþykkir þú þessa skilmála.

ALMENNT.
Garminbúðin áskilur sér rétt til að hætta við afgreiðslu á pöntun t.d. vegna rangra verð- eða magnupplýsinga sem koma fram í vefverslun. Þetta á einnig við ef villur koma upp í reiknireglum vefverslunar. Einnig áskilur Garminbúðin sér rétt til að breyta verðum eða hætta að bjóða upp á einstakar vörur eða vörutegundir fyrirvaralaust. Um skilmála þessa gilda ákvæði laga um húsgöngu- og fjarsölu nr. 96/1992, ákvæði laga um lausafjárkaup nr. 50/2000 eftir því sem við getur átt og ákvæði laga um neytendakaup nr. 48/2003.

Garminbúðin er rekin af RS Import ehf.

Kt. 540100-5270

Vsk. nr. 65758

Lögheimili og varnarþing RS Import ehf. er í Reykjavík.